24.3.2008 | 18:01
Sá sem sparar vöndinn
Jæja kominn tími til þess að ég láti aðeins heyra í mér aftur þó það verði ekki nema til þess að pirra einhvern. Ástæða þess að ég brýni penna er að mér ofbíður orðið hvernig börn virðast komast upp með allan andsk. í dag.
þegar ég var barn átti ég það til að vera verulega baldinn og uppátækjasamur með afbrygðum, þegar ég gekk of langt tók hún móðir mín, sem ég elska afskaplega mikið, í hnakkadrambið á mér og rasskelti mig hressilega ég man enn hvað það sveið en ég lærði líka að nú hafði ég villst inná veg sem mér var ekki ætlaður og varð að finna aðra leið. Þær voru ófáar flengingarnar sem ég fékk yfirleitt verðskuldaðar en stundum að mér fannst svona "fyrir byggjandi".
Smám saman lærði ég að þekkja muninn á réttu og röngu, flengingunum fækkaði og hættu alveg að lokum og úr mér varð að lokum þokkalega heiðarlegur og bara nokkuð nýtur þjóðfélags þegn.
Í dag má ekki flengja börn, þegar börn í dag eru óþekk nýtum við okkur tæknina og læknavísindin og fáum "greiningu" á börnin, semsagt óþekkt í dag kallast ofvirkni og henni fylgir gjarnan athyglisbrestur og meðferðin er ekki flenging eins og í denn heldur lyf af ýmsum toga sem eiga að laga allt sem aflaga hefur farið í kollinum á litla englinum við fæðingu, því ekki getur þetta ástand stafað af ónógum aga eða tímaskorti foreldra til þess að sinna börnunum sínum.
Nú gæti einhver haldið að ég væri að mæla með svæsnum flengingum en það held ég nú ekki, oftast nægir að gefa sér tíma með börnunum og kenna þeim muninn á réttu og röngu, refsingar þurfa ekki endilega að vera líkamlegar en þær mega án hugsunar og þeim þarf að fylgja eftir, en ég held ekki að ég hafi skaðast neitt af því að vera flengdur og hallast frekar að því að ég hafi orðið betri maður fyrir vikið.
Það var sagt hér í eina tíð " Sá sem spara vöndinn hatar son sinn", þetta mun vera eldgömul speki og stundum flögrar það að mér að sá sem þessi orð mælti á sínum tíma hafi vitað talsvert meira um barna uppeldi en fræðingar nútímans.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Róbert mikið hjartanlega er ég sammála þér með þetta.
Í raun má ekki refsa barni því þá getur fólk átt á hættu að vera klagað fyrir barnaverndarnefnd. Og mikill vandi skapast þegar foreldrar eru sinnulausir gagnvart því sem barnið er að gera. Hvort sem það er gott eða slæmt. Því ef maður ekki hrósar og tekur eftir þegar barn gerir gott og rétt, þá breyta skammir og refsing engu. Því vond athygli er betri en engin. Og segi ég að þessi "óþekkt" í börnum í núinu er mikið til komin frá sinnuleysi heima fyrir. Fólk er orði svo upptekið af vinnu að börnin sitja oft á hakanum. Heldurðu að það væri ekki nær fyrir þjóðfélagið ef fólk fengi mannsæmandi laun og gæti sinnt fjölskyldunni sinni eins og þarf. Svo eru líka margir sem segja "skólinn þetta" og "skólinn hitt" og vilja demba öllu á skólann. En í dag eru skilaboðin þessi..þú mátt alveg lemja þennann ef þú vilt, það má enginn refsa þér. Börn rífa kjaft við kennara og skólaliða, þau bera hvorki virðingu fyrir sínum eigum né annara og það gerir enginn neitt. Þegar ég var í skóla var maður hálf "hræddur" við kennarann...því þeir refsuðu sko þessum óþekku.
Mér finnst þetta flott speki þarna með vöndinn....held að það sé bara mikið til í þessu.
kv. Ásta
Ásta Björk Hermannsdóttir, 24.3.2008 kl. 22:52
Góður málsháttur! Ætli hann sé ekki í neinu eggi þessa páskana?
Hrönn Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 16:33
Þessi málsháttur er hafður beint eftir guði og er að finna í Biblíunni. En hvort að guð vissi meira um uppeldi barna en fræðingar nútímans skal ósagt látið. Það er margt í hans boðskap sem þykir ekki til fyrirmyndar í dag. Til að mynda að sá sem vinnur á hvíldardegi (sem er laugardagur skv. Biblíunni) skuli barinn til bana með grjóti.
Eða ef kona reynist ekki vera hrein mey þegar kemur að brúðkaupsnóttu þá skuli fara með hana að húsdyrum föður hennar og hún lamin þar til bana með grjóti.
Jens Guð, 26.3.2008 kl. 23:53
Rétt Jens það eru allar öfgar slæmar sama hvaða nafni þær nefnast líka þær að allt megi lækna með lyfjum.
Róbert Tómasson, 27.3.2008 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.