Eyrnastór

Var að horfa á Davíð tilkynna og reyna að rökstyðja hækkun stýrivaxta einu sinni en og með sömu klisjunum og síðast.  Hvenær ætla þessir höfðingjar að skilja það að einu afleiðingarnar eru þær að það harðnar á dalnum hjá þeim sem minnst mega sín, þ.e.a.s almúga manninum og konunni sem skuldar og er með yfirdráttinn í botni til þess aðeins að skrimta.

En það er auka atriði smátt og smátt hætti ég að heyra malið í Dabba og fór að stara á eyrun á kallinum og annað hvort eru þau að stækka eða hann er nýlega klipptur nema hvor tveggja sé og svo fór ég að velta því fyrir mér hvort tengsl séu á milli stærðarinnar og þessarar gríðarlegu drottnunar sýki sem virðist þjá hann, hann getur ekki hætt að reyna að stjórna þessu landi eins og lítill einræðisherra,  og þá mundi ég eftir Birni Bjarna hann er líka með þessi fjallmyndarlegu yfirstærðar eyru og hann vildi stofna her og leggjast í víking.

Ég velti fyrir mér hvort fleiri hafi tekið eftir þessu og hvort hugsanleg tengsl þarna á milli hafi verið rannsökuð, verðugt verkefni fyrir fróða menn.

Mér finnst raunar löngu kominn tími á að þessir herramenn dragi sig og sín eyru í hlé, gætu kannski keypt sér hús á Páskaeyju þar eru jú styttur af þeim út um allt, datt þetta svona í hug. Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gaman að "sjá" þig aftur á stjái

Talandi um eyrnastórt fólk. Var ekki Eyrnastór alltaf að reyna að stjórna Dodda í Leikfangalandi, gott ef hann reyndi ekki líka að stjórna svartálfunum......

Kannski er hægt að rekja eyrnastærð og drottnunargirni alla leið í Leikfangaland

Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 08:28

2 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Jú eins og Hrönn segir þá var Eyrnastór eitthvað að pukrast með að stjórna svartálfunum,  þetta eru góðar pælingar...ohh hvað ég er fegin að vera með "medium" eyru haha

Ásta Björk Hermannsdóttir, 7.11.2007 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband