16.8.2007 | 19:17
Einkafávita her Ráðherra
Enn einu sinni sjáum við gróft dæmi um það hvað gerist þegar hópur af óhæfum ríkisstarfsmönnum og einkavinum kemur saman og vinnur verk sem þeir hafa ekki vit á.
Ekki nóg með það, hver bendir á annan og allir eru saklausir af klúðrinu, í mínum huga er þetta ósköp einfalt sá eini sem getur algjörlega þvegið hendur sínar af þessu máli er núverandi ráðherra, enda var ekki búið að kjósa hann þegar þessar hálvitalegu ákvarðanir voru teknar.
Nú skora ég á alla viðkomandi, vegamálastjóra sem réði vanhæfan verkfræðing, ráðuneytisstjóra sem búin er að lýsa því yfir að starfsreglur ráðuneytisins hafi verið brotnar og viðurkennir þar með ábyrgð og aðra þá sem að þessu leiðinda máli komu að axla sína pólitísku ábyrgð í þessu máli og segja af sér, það hefur gerst af minna tilefni hjá siðmenntuðum þjóðum.
En það er víst eitt að óska og annað að fá hingað til hefur pólitísk ábyrgð ekki ennþá fundist hér á Íslandi og hvers vegna? Jú, mín skoðun er ósköp einföld pólitískar ráðningar bjóða upp á það að í stöðurnar veljast undirmáls menn og konur sem vart væru matvinnungar á frjálsum markaði, því sitja þeir sem fastast hvað sem á dynur eins og límdir fastir í eigin skít.
Sturla: Aldrei gefin fyrirmæli er áttu að geta leitt til núverandi niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Athugasemdir
Ráðuneytisstjórar bera reyndar ekki pólitíska ábyrgð!!!
Lucky (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 20:24
Rétt Kristján gerði athugasemdir fyrir kosningar og nú væri lag að fylgja því eftir og hleypa svolitlum Guðs ótta í kerfið og draga fólk til ábyrgðar.
Róbert Tómasson, 16.8.2007 kl. 21:54
Ísland er skilgreint sem eitt óspilltasta þjóðfélag heims. Hvernig eru þá dæmin í öðrum löndum? Varðandi ábyrgð þá alla vega í nágrannalöndum axla stjórnmálamenn ábyrgð með því að segja af sér. Í Japan fremja þeir harakiri af minna tilefni.
Hérlendis er svona rugl og, ja, getum við ekki kallað þetta fjármálasukk, léttvægt fundið? Enginn er ábyrgur fyrir tugum og hundruðum milljóna sem skeikar frá útreikningum. Þetta er allt opið í alla enda. Þetta telst ekki til spillingar heldur mistaka.
Vissulega getum við ekki bent á mútur eða persónulegan ávinning sem hönd er á festandi. En samt...
Jens Guð, 18.8.2007 kl. 04:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.