1.8.2007 | 09:14
Opal oj bjakk
Íslenskar auglýsingar eru yfirleitt ákaflega góðar, skemmtilegar og þó nokkuð frumlegar, en nú hafa upp á síðkastið byrst auglýsingar sem mér finnst með afbrigðum leiðinlegar og andlausar svo vægt sé til orða tekið, en þar er verið að auglýsa hið sí vinsæla og þjóðlega Opal.
Að horfa á fullorðið fólk standa gogg í gogg og blaðra um ekki neitt bara til að sýna að það er ekki andfúlt finnst mér leiðinlegt, svo leiðinlegt að ég hef ákveðið að fara í algjört Ópal bindindi.
Og af því að ég er byrjaður að tala um auglýsingar þá get ég líka bætt því við að ég ætla ekki heldur að horfa á enska boltann, óléttir karlar höfða einhvern veginn ekki til mín, sit uppi með þá mynd fasta í hausnum hvernig þessari kúlu var troðið í þá, en það er nú sjálfsagt bara mín hugsunar fötlun og ef ég særi einhvern með henni, biðst ég velvirðingar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 952
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég dett alltaf út þegar auglýsingar byrja..........
Stari fjarrænu augnaráði út í buskann algjörlega ótengd
Hrönn Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 10:59
Ég vann við það í hátt í tvo áratugi að semja auglýsingar. Á því tímabili risu auglýsingar hæst. Enda kepptust aðrir auglýsingagerðarmenn við að halda í við þann standard sem ég setti.
Þegar ég yfirgaf auglýsingabransann og einbeitti mér að skrautskrift og skrautskriftarkennslu hefur fjarað undan. Alltof margar auglýsingar eru vanhugsaðar. Alltof margir sem semja auglýsingar vinna ekki út frá snjallri auglýsingafræði.
Ástæðan er m.a. sú að stór hluti auglýsingagerðar hefur færst inn til fyrirtækjanna sem eru að auglýsa. Þau eru mörg með auglýsingadeild innanhúss.
Áður var það alvanalegt að stór fyrirtæki létu 2, 3 eða 4 auglýsingastofur út í bæ keppa sín á milli. Þegar stór auglýsingaherferð stóð fyrir dyrum voru margar auglýsingastofur fengnar til að leggja fram drög að því hvernig þær myndu hanna auglýsingaherferðina.
Til mikils var að vinna fyrir auglýsingastofu að ná pakkanum til sín. M.a. vegna þess að á þessum tíma borguðu fjölmiðlar auglýsingastofum þóknun fyrir auglýsingar sem stofurnar birtu í viðkomandi fjölmiðlum.
Stofurnar lögðu sig því allar fram.
Í dag þegar allar auglýsingaherferðir og allt auglýsingaefni er unnið innan fyrirtækjanna þá vantar þennan metnað sem samkeppnin skapaði. Fyrir utan það að þegar sömu einstaklingar vinna á færibandi fyrir bara eitt fyrirtæki þá fellur standardinn fljótt.
Mörg minni fyrirtæki vinna líka sínar auglýsingar innanhúss. Það er auðvelt að setja saman auglýsingu í tölvu. Þessi fyrirtæki kunna ekki auglýsingamarkaðsfræði. Auglýsingarnar eru þess vegna ekki að grípa þar sem þær eiga að grípa.
Jens Guð, 3.8.2007 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.