27.7.2007 | 16:42
Lúkas heitinn
Það er ekki nokkur spurning að sjaldan ef ekki aldrei hefur nokkur hundur haft eins mikil áhrif og Lúkas nokkur norðlenskur. "Afturgengin" kemur hann og bítur í endann á allt að eitt hundrað bloggurum sem unnu sér það til saka að níða niður meintan morðingja hans á netinu.
Histerían var slík í kringum þetta meinta hunds morð að annað eins á sér að ég held fáar hliðstæður hér á landi og mynnti helst á norna fárið hér á öldum áður þar sem konum var drekkt og og karlmenn notaðir sem eldiviður. Kertafleytingar og minningarathafnir víða um land eins og þjóðhöfðingi hefði fallið frá og múgurinn vildi helst fá líf fyrir líf þ.e. mannslíf fyrir hundslíf.
Það verður spennandi að fylgjast með framvindunni því mér skilst að hér verði um prófmál að ræða. Ég er ákaflega glaður yfir því að Lúkas skuli hafa komið fram heill á húfi ekki einungis hans vegna heldur einnig meints morðingja hans sem nú er eins og ný hreinsaður hundur í máli þessu og hyggst nú láta kné fylgja kviði og leita réttar síns, gott hjá honum.
Að endingu samgleðst ég eiganda Lúkasar fyrir að hafa heimt hann úr helju og bendi á að ef hann hefði verið í bandi eins og lög gera ráð fyrir, hefði þetta sjálfsagt aldrei gerst.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 952
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég blandaði mér viljandi ekki inn í umræðuna um Lúkas. Hinsvegar las ég mér til ánægju blogg ýmissa sem bentu á að forsendur fyrir þessum múgæsingi vantaði. Fréttir af myndbandsupptöku af meintum atburði (hundurinn settu í tösku og sparkað til dauða) reyndist strax vera lygi. En þrátt fyrir að það var upplýst var óspart vitnað til myndbandsupptökunnar.
Eftir því sem mér skilst í dag var stríðinn náungi á Akureyri sem tengist meintum morðingja hundsins fjölskylduböndum upphafsmaður múgæsingsins.
Þar fyrir utan er áhugavert að fylgjast með múgæsingi af þessu tagi. Fjör og læti. Morðhótanir og annað í þeim dúr. Ég hef stundum sett inn færslur sem framkalla mér til undrunar ofsafengin viðbrögð þar sem fólk fer fram úr sér í yfirlýsingagleði.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með framgangi kæra yfir 100 manns sem fóru hamförum í máli þessa hundsræfils.
Jens Guð, 28.7.2007 kl. 01:43
Velti því stundum fyrir mér hvort eitthvert plott hafi verið í gangi.....
Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.