25.7.2007 | 17:32
Krónan upp - verðlag niður?
Því miður er það ekki þannig í veruleikanum. Dollarinn hefur lækkað um ca. 20 kr. frá því í fyrra. Maður hefði ætlað að það þýddi hellings lækkun á verðum á meðal annars nauðsynjavörum en það er eitthvað annað.
Við erum víst ákaflega seinreittir til reiði Íslendingar, nema þá kannski á sveitaböllum, kjarabætur sem þessar skila sér aldrei nema í örfáa vasa og öllum virðist vera sama, allavega gerir engin neitt, hálfrar mínútu viðtal við formann neytendasamtakana eða einhvern verkalýðsforkólfinn sem lýsir vanþóknun sinni á þessu í einhverjum fjölmiðli er það eina sem gerist og svo er málið dautt.
Íslenskir neytendur virðast fæðast með smurðan enda svo þeir verði ekki varir við þegar þeir eru misnotaðir eða þá að þeim er farið að þykja það gott, veit ekki hvort er.
Bjó 5 ár í Danmörku þar sem neytendur eru að mér finnst ákaflega meðvitaðir um rétt sinn og láta óspart í sér heyra ef þeim mislíkar og leggja mikið á sig til að sniðganga þá sem þeim finnst eiga það skilið. Hvernig væri að við færum að láta í okkur heyra, það hljóta að vera til leiðir.
Er einhver með uppástungu?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja, hvað skal segja ... mótmæli eru víst pólitiskt ókorrekt hér á landi og það svo að einhverjir ruglustrumpar eru með undirskriftasöfnun til að mótmæla mótmælum ! Það er einhver maskína sem þannig hannar beinlínis viðhorf almennings í þessu og öðru.
Baldur Fjölnisson, 25.7.2007 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.