16.7.2007 | 14:03
Kolefnisjöfnun
Jæja og keisarinn lét þau boð út ganga að kolefnisjafna skyldi alla heimsbyggðina, eða það mætti allavega halda. Ég kaupi bíl og bílasalinn gróðursetur tré til að kvitta fyrir mengunina sem af honum hlýst í eitt ár. Þó að þetta sé náttúrulega bara sölutrix þá er hugmyndin þokkalega ógalin.
Ég hef því ákveðið að vera engin eftirbátur stórmennanna þó engan hafi ég bílinn til að selja og ætla að kolefnisjafna sjálfan mig. Það geri ég á eftirfarandi hátt:
1. Í hvert sinn er ég leysi vind skrái ég það skilmerkilega niður í þartilgerða bók.
2. Fyrir hver 1000 skipti gróðurset ég eitt tré.
Þetta mættu fleiri gjarnan taka sér til fyrirmyndar því þetta er kjörin leið til þess að græða upp landið, t.d. ein lítil magakveisa gæti leitt af sér stóran skóg, ef allir taka þátt.
Svo maður tali nú ekki um sálfræðilegan ávinning af þessu, hver hefur ekki lent í því í fínum félagskap eða samkvæmi að vera litinn hornauga og jafnvel ásökunar augum þegar náttúran tekur völdin og drynur í vindgöngunum, þetta myndi breytast í stað ásökunar kemur velþóknun og maður veit að fólk hugsar "Þessi maður er að rækta skóg."
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Kastar rýrð á lögregluna
- Áhersla á kjara- og húsnæðismál
- Icelandair með lægsta tilboð í flug til Hafnar
- Sauðburður og söngur í sveitinni
- „Virðist allt vera komið á réttan kjöl“
- Beint: Kristrún svarar spurningum um mál Ásthildar
- Úrræði fyrir sakhæf og hættuleg börn bíður
- Dregur úr vætu og kólnar örlítið
Athugasemdir
hahaha mér finnst þú fyndinn!! Ég er alveg ákveðin í því að fá mér birkikvist í körfuna á hjólinu mínu. Þá get ég hjólað um á nagladekkjum í vetur.
Aldeilis munur.............
Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 23:15
En.... gleymir fólk ekki að það þarf að kolefnisjafna trén? Hvernig gerir maður það? Gróðursetur maður fífla?
Hef sjaldan heyrt um aðra eins vitleysu og þessa kolefnisjöfnun!! Fyrr en varir verður Ísland skógi vaxið! Er það það sem fólk vill?
Nú ertu búinn að æsa mig upp! Og ég sem var að fara að sofa.........
Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.