3.7.2007 | 21:38
Hómer Simphson á íslensku !
Maður kemst ekki hjá því að heyra auglýsingar á Bylgjunni þar sem fyrsti þátturinn af Simphsons með íslensku tali er auglýstur. Ég verð að játa það að ég á erfitt með að tengja þessa raddir við hinn ágæta vin minn og bandaríska meðaljón Hómer. Ég er ekki með þessum orðum að gefa í skin að hið ágæta fólk sem ljáir þessari merkilegu fjölskyldu raddir sínar geri ekki sitt besta og af stakri snilld, heldur það að raddir þessarar bandarísku kjarnafjölskyldu eru greyptar í heilabúið hjá manni og reikna ég með að þar þurfi heldur betur að þvo ef á að skipta þeim út. Efast samt ekki að þeir sem eru ungir og að byrja líf sitt með Hómer muni njóta þess til hins ýtrasta.

Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki bara einn þáttur? Í tilefni þess að þetta sé þáttur númer 400. En já ég hef alltaf sagt að ef það er eitthvað sem má ekki talsetja að þá er það The Simpsons, raddirnar eru svo sérstakar og halda að miklu leiti uppi þáttunum. Alltaf hlegið mikið að því að sjá þá talsetta á Spáni.
Ef Stöð 2 sýnir þáttinn einnig með ensku tali þá er ég sáttur og horfi bara á báða, ef þeir sýna þetta eingöngu á íslensku þá verð ég fúll.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 21:52
...... hlusta ekki á Bylgjuna. Ég er svo þroskuð, ég hlusta bara á rás eitt
Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.