Skyldan kallar

Detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði ef ég hef einhverjar.  Bændur skuldbinda sig til þess að flytja ákveðna prósentu af íslensku lambakjöti til útlanda þar sem það selst á lægra verði en hér innanlands til þess væntanleg að hér verði minna framboð á umræddri afurð og þ.a.l. hægt að ná verðinu ennþá hærra upp.  Ég hvet fólk eindregið til þess að gera eins og Eyvindur og Halla forðum, brýna hnífana og vera sjálfum sér nægt um lambakjöt, nóg er af því meðfram þjóðvegum landsins.  Verði ykkur að góðu.
mbl.is Horfur eru á auknum útflutningi á lambakjöti á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég átta mig ekki á því hvers vegna íslenska ríkið heldur úti molddýru markaðsstarfi víða um heim fyrir íslensku lambakjöti.  Þetta átak skilar aldrei öðru en útgjöldum.

  Jafnframt er íslenska ríkið að niðurgreiða lambakjötið út og suður.  Sem sagt borgað með því.  Íslenskir sjómenn byrgja sig upp af íslensku lambakjöti í Færeyjum.  Það er svo miklu ódýrara þar en á Íslandi. 

  Ég skil ekki af hverju ríkið er yfirleitt að skipta sér af lambakjöti frekar en súkkulaði og lakkrís.  Ef það er tilfellið að offramboð sé á lambakjöti þá er eðlilegast að markaðurinn lagi sig að þeirri stöðu sjálfur án afskipta ríkisstjórnarinnar.  Það er að segja að seljendur lambakjöts finna sjálfir leiðir til að styrkja stöðu lambakjöts á markaðnum eða snúi sér í auknum mæli að bjórbruggun. 

Jens Guð, 22.6.2007 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband