13.6.2007 | 06:05
Næturvaktir og Bíórásin
Jæja nú er enn einni næturvaktinni að ljúka hjá mér sem betur fer. Það er oft ósköp rólegt hjá mér og alltaf endar það einhvern veginn á því að maður setur á Bíórásina hjá Stöð 2 og alltaf með sömu leiðindunum, þessi rás vægast sagt hundleiðinleg sömu C og D og E klassa myndirnar aftur og aftur. Og þegar einni hörmunginni líkur og beðið er eftir annarri þá er leikin sömu 4 - 5 lögin og leikin hafa verið frá upphafi. Má vera að ég sé full neikvæður núna enda búinn að vaka svolítið lengi, en ég hef oft fengið þessa tilfinningu áður svo ég læt þetta bara flakka.
Mér finnst það oft hjákátlegt þegar þessi tiltekna rás er notuð í auglýsingum í þeim tilgangi að trekkja að áhorfendur, svona svipað og að selja hjólhýsi út á það að það fylgi frír ruslapoki með. Þeir hjá 365 mættu gjarnan lyfta standardinum hjá sér og sýna eitthvað annað en myndir á kolaports verði.
En nú verð ég að hætta, það er að byrja mynd og ef ég horfi ekki á hana núna þá get ég ekki vælt yfir henni á morgun.
Svo sæl að sinni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 952
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
Athugasemdir
Hef ekki keypt stöð tvö lengi - og hef ekki hugsað mér að gera......
....eini þátturinn sem mig langar að horfa á þar er Cold Case og Prison Brake og..... Vitaskuld var ég að djóka
Svo vil ég endilega heyra hvernig myndin var
Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 08:40
Heyrðu ég hefði kannski átt að kvarta fyrr, aldrei þessu vant var myndin bara ágæt, gömul og góð í léttari kantinum.
Róbert Tómasson, 14.6.2007 kl. 01:07
góðar myndir í kvöld?
Hrönn Sigurðardóttir, 14.6.2007 kl. 23:41
hvaða, hvaða....
....ekkert væl? Engin kvæði?
Hefurðu eitthvað annað að gera en að blogga?
Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.