Kvæða bull

Datt í  hug að skjóta hér inn smá kvæði um það hvernig hlutirnir geta farið úrskeiðis hjá bestu mönum.  Vona að einhver hafi gaman af.

 

 

Gestur 

Hér kemur saga svo sárlega snjöll

að sögð verður varla með orðum.

Um mann sem að ákvað að arka á fjöll

og veiða eins og feður hans forðum.

Svo hefði hann endalaust alsnægtir á sínum borðum.

 

Hann keypti sér byssu og boga og skot

og buxur og veiðimanns vesti.

Stígvél ef hrakinn hann færi á flot

svo smurði hann sér brauðsneið í nesti.

Hér kemur sagan af veiðimanns mógúlnum Gesti.

 

 Veiðimanns stoltið í brjósti hans svall

af áliti því var að springa.

Að hann væri efalaust afburðasnjall

og fyrirmynd sannra Íslendinga.

Þá skoðun á sjálfum sér þurfti hann alls ekki að þvinga.

 

Hann arkaði daglangt af fjalli á fjall

af drápseðli bundinn í klafa.

Og hann sem að áður var afburðasnjall

í fyrsta sinn var núna í vafa.

Það var bara alls ekki kvikindi á fjöllum að hafa.

 

Þá barði hann augum í bláberjalaut

vorboðann ljúfa og góða.

Og án þess að hika, hann miðaði og skaut

hann skildi hafa eitthvað að sjóða.

Þá rann fyrir augu hans dauðadimm djöfulsins móða.

 

Ég söguna í mig af áfergju drakk

því endirinn er framar vonum.

Því sannreyndin var sú að hólkurinn sprakk

svo Lóan hún lógaði honum.

Hún lógaði einum af ísalands almestu sonum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Margur maðurinn hefur fallið fyrir Lóu

Flott kvæði - hvað heitir þessi bragháttur?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Tall

Róbert Tómasson, 14.6.2007 kl. 01:02

3 Smámynd: Róbert Tómasson

Takk fyrir Hrönn

Veit ekki alveg hvað þessi bragarháttur heitir.  Það fór eitt sinn að hringla í hausnum á mér hvort Lóan hefði nokkurn tíma lógað nokkrum og restin varð til í kringum það.  Fannst þetta bara koma vel út svona.

Róbert Tómasson, 14.6.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband