Áfallahjálp

Var að hlusta á fréttirnar á rúffinu, þar sem sagði skotglöðum Hnífsdælingi.  Þetta var svona dæmigerð semí æsifrétt sem lýsti viðbúnaði og atburðarás og allt gott um það að segja, enda sem  betur fer sjaldgæft að slíkir atburðir hendi hér á landi.

Það sem aftur á móti sló mig við þessa frétt var það að ÖLLUM bæjarbúum hafi verið boðin áfallahjálp í kjölfarið.  Hvernig erum við afkomendur norrænna víkinga að verða.  Það er svo komið að ekki má fugl drita á mann án þess að áfallahjálp þurfi og hafi lellan verið í stærri kantinum fást sjálfsagt tímabundnar örorkubætur út á það líka.  Er ekki eitthvað að?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er góður punktur hjá þér.  Með þessari yfirgengilegu áfallahjálpavæðingu er verið að breyta þjóðinni í sjálfsvorkunnar grenjuskjóður.  Mér féllust hendur þegar starfsmaður ríkislögreglustjóra skrifaði grein í Moggann og vill fara að áfallahjálpavæða lögguna.  Ekki vegna þess að löggur koma að hræðilegum umferðarslysum eða öðru í þá veru.  Nei,  heldur vegna þess að fólk sýnir löggunni ókurteisi!

  Þegar löggunni er ekki sýnd kurteisi og virðing í hvívetna þá upplifir löggan sig sem niðurlægða og litla sál.  Hún á erfitt með svefn vegna kvíðakasta.  Á hana sækir depurð og ég man ekki meira af þessu kjaftæði.

  Hvað er verið að ala upp í lögregluþjónum með svona bulli?  Alvöru lögga á að fagna því þegar hún þarf að takast á við vondu kallana.  Til þess sótti hún um vinnuna til að byrja með.  Hasarinn á að herða löggur en ekki gera þær að grenjandi pissudúkkum. 

Jens Guð, 9.6.2007 kl. 15:03

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Róbert. Þú talar um afkomendur ,,Norrænna Víkinga". Ég hef fyrir löngu síðan séð að Íslendingar eru ekki af Víkingaættum, þeir eru afkomendur þrælanna sem réru skipum Víkinganna til Íslands!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.6.2007 kl. 15:15

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, þessar vangaveltur hér eru sko alveg frábærar, já og eins gott að ná til allra Hnífsdælinga svo ekki loki sig nú neinn inni í þunglyndi.

Ferlegar fréttir Hnífsdalnum í

fékk ég þá hjálp frá stéttinni

verst að ég vissi ekkert af því

viðburðum þessum í fréttinni.

Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 15:22

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jamm - er stundum að velta þessu fyrir mér líka.....

....ekki má fluga reka við án þess að einhver þurfi áfallahjálp!!!!

Hvað svo þegar fólk verður fyrir alvarlegu áfalli? Verður það kannski orðið svo dofið fyrir áföllum að það gerir engan greinarmun á alvarlegu áfalli sem hendir það sjálft - eða nettu sjokki vegna þess að eitthvað skeði fyrir einhvern einhvern tíma sem það þekkti einusinni............

Allt sett undir sama hatt!!!!

Ég hef aðeins eitt að segja. Ég vil áfallahjálp!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband