7.9.2011 | 11:56
Allir vondir við okkur
Fyrir hrun voru íslenskir fjármála spekúlantar þeir bestu í heiminum að eigin sögn og í huga margra íslendinga. Íslenska efnahagsundrið var ótrúlegt og við ótrúlega stolt af útrásarvíkingunum okkar. Útlenskir bankasérfræðingar þ.á.m. danskir sem vöruðu við þessu og sögðu að efnahagsundrið stæði á brauðfótum, voru sagðir öfundsjúkir og einfaldlega ekki jafnklárir og okkar.
Hver varð svo raunin. Í hruninu kom svo í ljós að útlendingarnir höfðu rétt fyrir sér, íslenska undrið stóð ekki einungis á brauðfótum, heldur voru þeir stolnir í þokkabót. Snillingarnir okkur reyndust ótíndir þjófar og í ofanálag snillingar í að spinna lygavefi sem ráðamenn og eftirlits aðilar í heimsku sinni kok gleyptu með haus og hala.
Íslendingar gjalda enn þessarar trúgirni sinnar og enn virðast margir ætla að endurtaka leikinn, Björgvin G og sérfræðinga hirðin sem fylgdi honum til englands var miklu klárari en Darling sem er vondur maður finst mörgum.
Er ekki tími til kominn að við lærum af reynslunni, ég trúi alla vega Darling, betur en vanhæfum íslenskum stjórnmálamönnum.
Vildi ekki fljúga gegnum íslenska lofthelgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Rask í kjallara bókasafns
- Ég var vakin klukkan fjögur í nótt
- Fundi frestað: Kennarar vilja breyta tillögunni
- Blóðugur maður á gangi í Breiðholti
- Fimm skiptu með sér bónusvinningnum
- Áfram óvissustig á Austfjörðum fram á mánudag
- Þau bara ætla ekki að gefa sig
- Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
- Byggingarfulltrúi tekur frumkvæði með verkstöðvun
- Mikið vatn ógnaði rafmagni og tölvukerfum
Viðskipti
- Svipmynd: Málsmeðferðin er hröð og skilvirk
- Ákváðu að bretta upp ermarnar
- Svigrúm fyrir fasteignaeigendur
- Stýrir útilokun fyrirtækja
- Tregða í verðbólgunni
- Að skattleggja eggin áður en hænan verpir
- Vilja leggja fjölmiðlanefnd niður
- Sleggjan breytist í Landfara
- Yfir 700 þátttakendur á ferðakaupstefnu Icelandair
- Fréttaskýring: Hægt að fara nýja leið í stjórnmálum
Athugasemdir
Veistu það, ég er svo feginn að lesa loksins eitthvað af viti á þessu Moggabloggi. Frekar trúi ég Darling en þessu kolruglaða liði sem sat við völd í kringum hrunið. Við vitum öll hvernig fór! Hvernig er ekki hægt að trúa manninum? Erum við virkilega þetta vitlaus að ætla okkur að loka augunum AFTUR?
Jón Flón (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 13:00
já, ég veit það samt ekki. Maður sem heldur því fram að Íslendingar hafi náð að hefna sín á honum á þann veg að hann hafi þurft að taka lest í stað flugs til að komast leiða sinna, finnst mér frekar hæpið og sjálfumglatt hjá honum að láta hafa slíkt eftir sér. Eykur það á trúverðugleika einstaklingsins? Það held ég ekki. Hins vegar held ég að beggja megin borðsins séu menn einunis að segja hálfan sannleikann (þann sem hentar betur). Góður pistill samt félagi RT. Góðar stundir.
Ari Gylfason (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 14:16
Íslendingar skilja ekki erlendann húmaor. Í raun er það fátt sem þeir skilja, þegar útlönd eru annarsvegar og jafnvel þótt þeir hafi búið þar um tíma. Með ólíkindum heimóttarlegir og fákunnandi.Í því liggur meðal annars hrunið. Það var búið að vara Íslendinga við! Darling er heimsborgari og margfalt trúverðugri en viðrinin á Alþingi, sem eru Íslensku þjóðinni til háborinnar skammar.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 18:41
"já, ég veit það samt ekki. Maður sem heldur því fram að Íslendingar hafi náð að hefna sín á honum á þann veg að hann hafi þurft að taka lest í stað flugs til að komast leiða sinna, finnst mér frekar hæpið og sjálfumglatt hjá honum að láta hafa slíkt eftir sér."
"Íslendingar skilja ekki erlendann húmor." !!!!!!!!!!! How true Ari !
Fair Play (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.