Krimmi!!

Óþolandi þessir smá krimmar stelandi borðbúnaði og ýmsu smálegu, dæma þá strax og höggva af þeim hendurnar. Skilja þeir ekki að það er skömm að því að vera smá krimmi. Það er ljótt að stela litlu ef að menn ætla sér að stela á annað borð og komast upp með það þá eiga þeir að stela bönkum, fyrirtækjum og þaðan af stærri hlutum. Hlýtur að hafa verið einhver útlenskur deli við íslendingar leggjumst ekki svona lágt. Áfram ÚTRÁS.
mbl.is Stal úr Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála hverju orði.

Elvar Másson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 22:39

2 identicon

En hvað ég er rosalega mikið sammála þér Róbert. Vonandi lætur hann þetta sé að kenningu verða og bara stelur Kringlunni næst ef hann ætlar að komast upp með sómasamlegan stuld.

Þór Mýrdal (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 00:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha þið eruð frábær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2011 kl. 11:45

4 identicon

Blablabla, í hvert skipti sem einhver er tekinn fyrir þjófnað kemur þetta sama "já en hvað með útrásarvíkingana!"

Þetta er orðið svolítið þreytt. Ég er alveg viss um að Sérstakur Saksóknari er að reyna sitt besta.

Danni (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 13:17

5 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Langar að halda uppi sama fána og Danni hérna. Glæpur er glæpur, sama hversu lítill hann er.

Trúið mér að ég vil ekkert meira heldur enn að sjá meiri árangur frá embætti saksóknara. Er bara orðin pínu þreyttur á þessum gamla brandara sem kemur upp í hvert sinn sem einhver er tekinn fyrir hnupl.

Einar Örn Gissurarson, 7.7.2011 kl. 16:35

6 Smámynd: Róbert Tómasson

Danni minn svona er þetta bara maður er orðinn langþreyttur. Og hvað er sérlegur að gera? Málin dragast og dragast og þegar loksins eitthvað bitastætt kemur fyrir dóm þá verður málum annað hvort vísað frá eða dómar skilyrtir vegna seina gangs við rannsókn.

Var það ekki annars þannig sem fór með samráð í olíuverði?

Guð blessi íslenska dómstóla og sérstaklega þá "sjálfstæðismenn" sem sitja í hæstarétti, þeim ætti ekki að vera skotaskuld að "sjá" um sína.

Róbert Tómasson, 10.7.2011 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband