Hræðsla.is

Það virðist sem öllu skuli tilkostað til þess að fá Icesafe frumvarpið samþykkt. Nú síðast er það Már Seðlabankastjóri, Ísland lendir í ruslflokki lánshæfisfyrirtækja hvað svo sem það þýðir, veit ekki betur en að þegar téð lánshæfismat var með því besta sem þekktist í heiminum, þá fórum við á hausinn.
Þar á undan var það Vilhjálmur hjá SA (samtök asna kallaði einhver það um daginn). Atvinnuleysi mun aukast og ekkert svigrúm verður til kauphækanna jarmaði hann í sjónvarpi.
Skilanefnd Landsbankans hefur keppst við að segja okkur hvað framtíðin er björt varðandi endurheimtur hjá bankanum, jafnvel svo að dugi fyrir öllum skuldbindingum.Man nokkur til þess að áætlanir opinberra fyrirtækja hafi staðist? ég man allavega ekki eftir einu einasta dæmi.
Ég vill að lokum varpa því fram hér að allar þessar þvingunar og kúgunar aðferðir yfirvalda og SA, þegar reynt er með ofbeldi og hræðslu áróðri að neyða okkur landsmenn til þess að taka á okkur skuldir þjófa og óreiðumanna eru að mínu mati LANDRÁÐ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ekki bara landráð, því þá tekur líka annað við sem er sauðþrátt eðli okkar um að láta ekki kúga okkur til að gera eitthvað sem við viljum sjálf fá að ráða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 22:49

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Einmitt Ásthildur, við megum ekki gleyma því að Ísland byggðist vegna þess að forfeður okkar voru ekki tilbúnir til þess að láta kúga sig, löggðu frekar á litlum skipum á eitthvað erfiðasta hafsvæði heimsins í von um frelsi.

Frekar ét ég það sem úti frýs en að segja já á laugardaginn.

Róbert Tómasson, 8.4.2011 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband