Reikniskúnstir

Að setja þetta dæmi svona upp er víðáttu vitlaust og menntuðum mönnum til skammar, þarna eru einungis teknar beinar tekjur af tóbakssölu og ekkert tillit tekið til óbeinna tekna sem skapast og þeirra starfa sem tóbakið veitir.

Annað er líka vitlaust við þetta, það er sett upp dæmi sem sýnir ímyndaðar tekjur miðað við ákveðnar forsendur, af hverju ekki að fara í opinberar tölur yfir tekjur af tóbakssölu? þær hljóta að vera til.

Og að lokum, ég vildi sjá hvernig þessir höfðingjar komast að þessari niðurstöðu, ég vildi semsagt byrja á að sjá hvað sá sem ekki reykir kostar samfélagið, setja það sem viðmiðunar stuðul, draga það frá kostnaði af reykingamanni og eftir stæði raun kostnaður.  Væri gaman að sjá hvort hann er hærri eða lægri en rauntekjur af tóbaks sölu.

Einhver staðar sá ég að reykingamaðurinn lifði að meðaltali 8 - 10 árum skemur en sá sem ekki reykir, hann drepst semsagt u.þ.b. þegar sá sem ekki reykir fer að vera þjóðfélaginu dýr í rekstri eða eins og hinn ómetanlegi Pétur Blöndal sagði, "ef maðurinn er svo óheppinn að ná 67 ára aldri og verða tekjulaus".

Það eru nefnilega margar hliðar á þessu máli, ef við gefum okkur það að allir þessir 36000 reykingamenn hættu nú að reykja og færu að lifa þessum 8 - 10 árum lengur þyrfti væntanlega að skerða lífeyris tekjur allra annars stæðu sjóðirnir ekki undir greiðslum og þykir flestum nóg um skerðingar þær sem þegar eru orðnar.

Það skildi þó aldrei vera svo að við sem reykjum séum að tryggja hinum áhyggjulaust ævikvöld.Blush


mbl.is Pakkinn þyrfti að fara í 3000 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir utan það undarlega reikningsdæmi að nú segja þeir tekjur af tóbakssölu vera 7 milljarða á ári en kostnað vegna alvarlegra sjúkdóma um það bil 30 milljarða árlega. Nú koma þessir sjúkdómar ekki fram fyrr en að meðaltali um cirka 55-60 ára aldur. Flestir reykingamenn eru byrjaðir fyrir tvítugt. Því reiknast mér til að reykingamenn eru búnir að greiða sjúkrakostnaðinn margfalt þegar eða ef þeir fara á spítala vegna tengdra sjúkdóma. Ég er farin að halda að lágmarksstærðfræðikunnáttu sé ábótavant hjá læknastéttinni. Eða eru læknar svona heimskir?

Dagga (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 14:55

2 identicon

Dagga, ég vona að þú sért alvarlega að grínast!? Þínar reiknikúnstir eru svo stórkostlega vitlausar að maður þyrfti að setja þig aftur í gaggó. Hugsaðu málið - ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar. Síðan máttu skrifa aftur, ok?

áhugasamur (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:04

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hækkun á tóbaki myndi skila sér í hækkun neysluvísitölu og þar með hækkun á öllum verðtryggðum lánum með auknum kostnaði fyrir samfélagið allt. Staðreyndin málsins er hinsvegar sú að heilbrigðiskostnaður vegna reykingamanna er að meðaltali lægri en þeirra sem ekki reykja. Ástæðan: reykingamennirnir lifa að jafnaði skemur og þurfa því ekki eins mikið af kostnaðarsömum plássum á öldrunardeildum sjúkrastofnana.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2009 kl. 15:32

4 identicon

Guðmundur, samkvæmt því sem þú segir (sem getur í rauninni verið hárrétt), ætti maður að fara að íhuga að borga foreldrum fyrir hvert ófætt barn.

Svona mál má maður ekki skoða með reiknivélinni einni saman.

Í Þýskalandi var reiknað út að foreldrar þurfi að reyða út 400.000 evrur fyrir menntun og uppeldi eins barns.

áhugasamur (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:39

5 identicon

Sæll áhugasamur.

Ég vona að þú sért líka gamansamur. Ekki koma með svona yfirlýsingar. Komdu bara frekar með þitt reiknidæmi.

Dagga (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:49

6 identicon

Sæl Dagga, já ég er gamansamur og er enn að hlæja að fyrstu athugasemd þinni.

Ef borinn er saman árlegur kostnaður, þá skiptir ekki nokkru máli hvenær einhver einn einstaklingur verður veikur. Sumir eru búnir að reykja í 50 ár, aðrir byrja á morgun. Sumir urðu veikir fyrir 30 árum, sumir verða veikir eftir 30 ár.

Eða ertu að halda því fram að þessir 30 milljarðar komi bara einu sinni á 30 ára fresti?

áhugasamur (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:56

7 identicon

Guðmundur: "Staðreyndin málsins er hinsvegar sú að heilbrigðiskostnaður vegna reykingamanna er að meðaltali lægri en þeirra sem ekki reykja"

Þetta er áhugaverð fullyrðing. Getur þú nokkuð vísað í rannsóknir, skýrslur eða annað þar sem þú hefur þetta? Mig langar að kynna mér þetta betur.

Karma (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:25

8 Smámynd: Róbert Tómasson

Fyrir ca 10 -15 árum las ég nokkuð skondna frétt frá Noregi þar sem stjórnvöld ætluðu að birta niðurstöðu rannsóknar sem sýndi hvað reykingar kostuðu þjóðfélagið, þá var þeim bent á þá staðreynd að reykingamenn lifðu að meðaltali 8 - 10 árum styttra en þeir sem ekki reyktu, fréttinni fylgdi að þegar þessi staðreynd var tekin með í reikninginn þá var það víst þjóðhagslega hagkvæmt að reykja.  Sel það ekki dýrara en ég keypti, skondið samt.

Róbert Tómasson, 11.9.2009 kl. 16:56

9 identicon

Sæll áhugasamur.

Útskýrði mál mitt kannski ekki nægjanlega. Reykingar urðu ekki að vana hérlendis fyrr en eftir heimsstyrjöld. Heilbrigðiskerfi var ekki komið á fyrr en á síðustu öld fyrir tilstilli framsóknarflokks. Það verða einhver ár í að ná uppsöfnuðum skatti af tóbaksneyslu til að það sligi kerfið. Þá má fara að rífast um hvort reykingamenn lifi skemur, það að þeir borga nú þegar sína skatta líkt sem aðrir osfv. Vona að þetta útskýri að einhverju leyti hvað ég átti við.

Dagga (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 22:01

10 identicon

Ég er sammála þeim hér sem finnst þetta fáránlegt og sammála þeirra rökum.

Ég vill þó bæta við.

Hvað með krabbameinssjúklinginn sem að reykir ekki, er hann búinn að borga sína skatta eins og við reykingafólkið(við borguðum þó meira heldur en hann)? Þó svo að við ákveðum að reykja eykur það einungis líkurnar á því að við fáum krabbamein! Þannig að þótt að ég hætti að reykja í dag eru enþá líkur á því að ég fái krabbamein útfrá einhverju allt öðru!

Einnig vill ég nefna hinn pólinn á umræðunni! AFhverju að hætta við sígarettuna? Nú vill ég að þess helv**** læknasamtök svokölluðu reikni upp hveru mikið það kostar okkur að halda þorrablót (þar kemur feitur matur við sögu sem að eykur sykursýki etc.), áfengi (ekki meðaltal heldur miðgildi, þvi það sýnir hvar á línunni þjóðinn er), eitulyfjasjúklinga (meðferð, sjúkrakostnað (munum að ef sígarettur verða bannaðar verður tóbaksnotkun í þessum flokki)), nammi (sykur, sykur,sykur; var ekki Ögmundur að setja sinn "sykurskatt" núna eins og tóbaksskatturinn er?) og samgöngur (þær menga loftið meira heldur en sígarettur og hvaða læknir getur með 100% sannfæringu sagt mér hversu margir deyja úr "second-hand smoking" og svifryksmengun í Reykjavík?)

kv, Hættur að reykja!!!

Atli Þór (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 02:18

11 Smámynd: Róbert Tómasson

Þakka ykkur kærlega fyrir góðar athugasemdir og sérstaklega Atla Þór því það er nefnilega fleira í umhverfinu sem er hættulegt en tóbak.

Fyrir allnokkrum árum var gerð rannsókn í Bretlandi til að meta áhrif óbeinna reykinga á fólk.  Rannsóknarhópurinn gekk með einhverskonar "hunda ól" um hálsinn með skynjurum sem söfnuðu upplýsingum skaðleg efni í andrúmsloftinu í einhverjar vikur.

Sá sem varð fyrir mestum áhrifum af tóbaksreyk (mig minnir að hann hafi starfað sem þjónn) andaði að sér sem svara ca. 2 sígarettum á viku en það er talið langt undir hættumörkum.  Það sem vakti hins vegar mesta athygli var blýmengun frá útblæstri bifreiða en hún var hjá langflestum langt yfir téðum hættumörkum.

Það skal tekið fram að rannsóknin var gerð í Lundúna borg.

kveðja

Róbert Tómasson, 12.9.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 706

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband