Loksins smá glóra

Það kom þá að því að stjórnvöld hyggjast gera eitthvað til þess gera mönnum kleift að afla sér viðurværis með fiskveiðum án þess að vera upp á leigukvóta komnir.

Og hvert snúa þeir sér? jú í smiðju Frjálslynda Flokksins en frjálslyndir lögðu jú fram frumvarp um frjálsar handfæraveiðar.  Síðan er þetta aðeins skreytt, klipið af hér, bætt við þar. Og "voila" háttvirtur Sjávarútvegsráðherra á orðið hugmyndina og hyggst slá sig til riddara með henni.

Þetta er ekki það fyrsta sem Frjálslyndir hafa komið fram með og aðrir síðan eignað sér en ég veit svo sem að Guðjón Arnar og Grétar Mar kippa sér svo sem ekkert upp við þetta enda sama hvaðan gott kemur.

Ég hvet kjósendur til þess að hugsa til þessa og annara góðra verka sem fyrrnefndir heiðursmenn eru upphafsmenn að þegar þeir setja X-ið á kjörseðilinn eftir 10 daga


mbl.is Strandveiðar í stað byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já thad er sama hvadan gott kemur!!

Ég thakka thér fyrir thitt starf í thessu réttlaetismáli.  Ég vil thakka öllum sem starfa fyrir og stydja Frjálslyndaflokkinn thví sá flokkur vinnur ad hagsmunum allra íslendinga.

Ég vona ad hid illraemda kvótakerfi verdi uppraett eins fljótt og audid er.

Audlindir sjávar eru SAMEIGN ÍSLENDINGA.

Issi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 15:28

2 identicon

Munið líka að ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda þá verður ekkert af þessu réttlætismáli.

Þetta er gott skref og lífsnauðsynlegt. Ef VG eru að læra af Frjálslyndaflokknum í Sjávarútvegsmálum þá er það enn ein rósinn í hnappagatið hjá þeim.

Það er glæsilegt að fiskurinn er að fara til handfærabátana á ný. Það þíðir líka að fullt af fólki sem á varla fyrir salti í grautinn fær ódýrann fisk eða gefinst frá vinum sínum á trillunum.

Már (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 16:14

3 Smámynd: Róbert Tómasson

Sæll Sigurður

Áhugaverður vinkill hjá þér en þú gleymir því að það eru nú þegar stjórnmálamenn sem ráða því hvar, hvenær og hversu mikið má veiða.  Langtímaspár sem þú nefnir hafa hingað til aldrei staðist það eina sem útgerðarmenn hafa geta gengið að nokkurn vegin vísu er að kvótinn verður skertur á næsta fiskveiði tímabili.

Þessi kvótakerfis óskapnaður var saminn og settur á af stjórnmálamönnum sem sjálfir áttu hagsmuna að gæta í sjávarútvegi og þannig úr garði gerður að þeir sjálfir ásamt fáeinum útvöldum gætu hagnast sem mest á því.

Byggðarkvótinn er brandari út af fyrir sig og ég ætla ekki einu sinni að eyða á hann orðum.

Það að gefa fáeinum útvöldum kvótann til veðsetningar og framsals á okurkjörum til þeirra sem  ekki voru "inn" hjá þessum háu herrum, er glæpur út af fyrir sig og það sitja margir í grjótinu fyrir minni sakir.

Róbert Tómasson, 17.4.2009 kl. 09:36

4 Smámynd: Róbert Tómasson

Sæll Sigurður

Það væri alveg einstakur hroki í mér að fullyrða að þetta sé ekki að flestu leiti rétt hjá þér, en það breytir ekki þeirri skoðun minni að það er óréttlátt og algjörlega ónothæft sem fiskveiði stjórnunar kerfi.

Og hverjir eru helstu gallarnir? jú það hvetur til sóðaskapar í meðferð þeirra verðmæta sem sem sjórinn gefur af sér.  Hef sjálfur horft uppa fiska sem anað hvort voru ekki nógu stórir eða ekki af réttri tegund hent aftur dauðum þangað sem þeir komu, lensidælur á millidekki á togara sem í raun voru ekkert annað en hakkavélar sem gleyptu allt uppí 10 kílóa fisk (það gat allt eins verið þorskur ef þorskkvótinn var orðinn lítill) hakka hann í frumeindir og spýta honum út, svo maður mynnist ekki á fyrirtæki sem eiga stærstan hluta af keilu kvótanum þar sem þorskur og annar verðmætari fiskur "skipti" um nafn á útflutnings skýrslum þegar verið var að afla veiðireynslu sem síðar lagði grunnin að úthlutuðum kvóta.

En svo að öðru, ef hirða ætti kvótann til baka bótalaust, þá væri ég alfarið á móti því, því eins og þú bendir réttilega hefur stór hluti þeirra sem gera út í dag keypt sig inní kerfið og það er ekki eins og þeir sem upphaflega fengu "gjafakvótann" hafi gert neitt ólöglegt þegar þeir síðar veðsettu og framseldu kvótann.  Löginn voru einfaldlega arfa vitlaus og götótt og það er það sem er rótin að þessu rugli öllu.  Semsagt kvótann til baka gegn sanngjörnum bótum og taka síðan upp veiðidaga kerfi að færeyskri fyrirmynd þar sem það er allra hagur að koma með hvert það kvikindi sem veiðist í land.

kveðja

Róbert Tómasson, 19.4.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 740

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband