Úps....

Þær streyma svo hratt út úr Sjallanum krónurnar þessa dagana að það er spurning hvort ekki sé tímabært að setja á stofn skilanefnd innan flokksins til þess að halda utanum þessi mál.

Ný kjörinn formaður lýsti því yfir í gær að allir styrkir yfir eina millu verði gerðir opinberir.  Það kæmi mér ekkert á óvart að hér eftir verði  því beint til velunnara flokksins að "gefa" bara 999,999,- í einu svo ekki þurfi að standa í einhverju veseni. 

Þessi eining gæti t.d. kallast "Sjalli" til hægðar auka og þetta einfaldar líka öll uppgjör.  Að liðka fyrir Rei kostaði sem sagt 30 sjalla, Neyðarlínan greiddi 1/3 sjalla ef ég man rétt, veit ekki fyrir hvað en það hlýtur að hafa verið neyðarlegt.

Og engin vildi kannast við að hafa veitt þessu fé viðtöku fyrr en Geir af sjúkrabeði lýsti yfir ábyrgð á því, síðan ríður Guðlaugur Þór fram fyrir skjöldu og viðurkennir á sig skömmina, hann hélt reyndar að þetta væru samskot sem FL Group hefði hlutast til um sem safnaðist í þessa upphæð, "spurning hvort kirkjunnar menn ættu ekki að halda fast um samskotabaukana þessa dagana þegar kirkjusókn er með almesta móti".

Ekki furða þótt allt hafi farið til andskotans í fjármálum þjóðarinnar fyrst bókhaldið er þannig að engin virðist vita neitt og engin ábyrgur fyrir neinu.

Þetta var jú "slys" sagði formaðurinn í gær, þau eru orðin ansi mörg slysin hjá Sjálfstæðismönnum í gegnum tíðina bæði "tæknileg og annars konar".  Hvílum þá nokkur kjörtímabil svo ekki hljótist af stærri og verri slys.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Hvíldin eftir þetta 60 - 70 ára 'slys' má vara fram undir næstu aldamót - mín vegna!

Hlédís, 9.4.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Jens Guð

  Ég hjó sérstaklega eftir því að formaðurinn,  fráfarandi stjórnarmaður í Neinum ásamt föður formanns Framsóknarflokksins,  sagði það vera sérlega óheppilegt að mútumálin skuli koma upp á þessum tímapunkti,  rétt fyrir kosningar og erfitt verði að endurgreiða upphæðirnar.

  Jú,  vissulega get ég tekið undir það með honum.  Hefði samt ekki verið eðlilegra að harma að FL-okkurinn hafi tekið við mútufé óháð tímasetningu?  Það er að segja ef vilji er til að FL-okkurinn starfi óspilltur. 

  Nei,  það er tímasetning uppljóstrunar sem skiptir máli hjá núverandi forystu FL-okksins.  Ekki glæpurinn sem slíkur.

Jens Guð, 12.4.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Tómasson
Róbert Tómasson
er ekkert mannlegt óviðkomandi
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband